RIFF-dugnaður

Ég hélt mig við Paradísina í gær og sá þar heilar þrjár myndir á RIFF.

Indie Game: The Movie segir frá bandarískum tölvuleikjahönnuðum í óháða geiranum og hvernig þeir leggja geðheilsuna að veði við listsköpun sína. Flestir eru þeir félagslega á skjön við normið en ástríðan drífur þá áfram og maður á erfitt með að halda ekki með þeim (fyrir utan einn þeirra, sem maður á stundum erfitt með að halda með). Myndin er skemmtileg og nokkuð vel gerð, og vekur upp ýmsar spurningar varðandi tölvuleiki yfir höfuð og listrænt gildi þeirra.

Að tölvuleikjunum loknum var röðin komin að kynferðislega brenglaða austurríska tvíeyki kvöldsins. Í kvikmyndinni Still Life kemst ungur maður að hræðilegu leyndarmáli föður síns og fjölskyldulífið fer á annan endann í kjölfarið. Takturinn er gríðarlega hægur og þessi tæplega 80 mínútna mynd er lengi að líða. Þó fer því fjarri að áhorfandanum leiðist, en það er vissulega lítið stuð í Still Life. Ég var eiginlega bara þrælsáttur við hana og fannst hún gera umfjöllunarefninu góð skil, án þess að missa sig í einhverjum sleazy-heitum, að einu atriði undanskyldu (er að hugsa um að skrifa um það spes pistil við tækifæri).

Leikstjóri Still Life (Sebastian nokkur Meise) átti annan fulltrúa í Paradísinni í gær, en það var heimildarmyndin Outing. Í henni fylgjumst við með þýskum fornleifafræðinema sem er haldinn barnagirnd. Hann segist aldrei hafa látið undan hvötum sínum og talar opinskátt um þær. Í byrjun dáist maður af hugrekki hans en fljótlega sér maður hvernig hann gengur sífellt lengra, bæði í orðum og gjörðum, og maður spyr eiginlega ekki að leikslokum. Áhugavert efni og erfið mynd, en fjandi fróðleg, það verður að segjast.

Ég gæti skrifað meira um allar þessar myndir, og hver veit nema ég geri það, en fyrst er það meira bíó.

Auglýsingar

Eitt svar to “RIFF-dugnaður”

  1. Andri Rafn Says:

    Í tengslum við Indie Game, Phil Fish,gæjinn sem að gerði Fez, og er í myndinni hjá þér, er Fransk-Kanadískur en ekki bandaríkjamaður.
    Frábær skrif samt sem áður.
    kv
    Smáatriðagaurinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: