Næstsíðasti í RIFF

Gærkvöldið á RIFF var ögn meira upplífgandi en föstudagskvöldið og lagði ég leið mína í Háskólabíó til að sjá tvær myndir. Searching For Sugar Man er sú mynd á hátíðinni sem ég hef heyrt flesta mæla með. Segir hún frá dularfullri leit að lítið þekktum tónlistarmanni sem enginn veit hvort er lífs eða liðinn. Sögur herma að hann hafi skotið sig í hausinn á tónleikum. Aðrir vilja meina að hann hafi kveikt í sér. Þessi magnaða mynd stóð undir væntingum, er gríðarlega vel gerð og sagan sjálf er lyginni líkust. Ég mæli ekki bara með myndinni, heldur skipa ég þér að sjá hana eins og skot. Hún er æði.

Seinni mynd kvöldsins var Woody Allen: A Documentary, nokkuð vönduð en þó ekki hnökralaus heimildarmynd um þennan magnaða leikstjóra og grínista. Þetta er voða beisik. Viðtöl við Woody og samstarfsfólk, klippur úr myndunum hans, svipmyndir úr daglegu lífi hans o.s.frv. Þrælskemmtilegt fyrir aðdáendur og eflaust ágætt fyrir hina, en ferill Woody hefur verið bæði langur og dramatískur. Miðað við allt sem á hefur dunið er þetta kannski helst til mikið drottningarviðtal. En hvað um það, fínasta mynd og inniheldur margar af mínum uppáhalds Woody-senum. Saknaði þó mannsins sem fór úr fókus.

Í kvöld lýkur RIFF. Ég ætla að sjá tvær myndir. En fyrst ætla ég aðeins að liggja.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: