RIFF – Takk fyrir mig

Þá er RIFF 2012 lokið og allt í allt sá ég 13 myndir. Það er sæmilegt í ljósi þess að ég neyddist til að vera hálf-vanvirkur fyrri hluta hátíðar. Síðustu tvær myndirnar sá ég í gærkvöldi og báðar voru þær skandinavískar. Hin sannsögulega Kon-Tiki er norsk og segir frá fífldjarfri flekasiglingu landkönnuðarins Thors Heyerdal frá Perú til Pólýnesíu árið 1947. Þetta er gríðarlega íburðarmikil próduksjón og sú allra dýrasta sem ráðist hefur verið í á Norðurlöndunum. Myndin er hrikalega flott, þrælskemmtileg og bráðfyndin, en það er grunnt á dramanu. Það er líka alveg í lagi stundum.

 

Seinni myndin var sjálf lokamynd RIFF, The Hunt eftir Thomas Vinterberg, en í henni er leikskólastarfsmaður í litlum bæ í Danmörku sakaður um að misnota barn kynferðislega. Samfélagið fer á annan endann og andrúmsloft myndarinnar er þrúgandi og óþægilegt. Myndin er frábær og Mads Mikkelsen sýnir stórleik í aðalhlutverkinu. Þá fannst mér bláendirinn sérstaklega sterkur en samferðamaður minn var mér ósammála.

Hvað um það, 13 myndir í heildina og aðeins ein þeirra fannst mér slök (Og We Are Legion var meh). Það er frábært hlutfall sem ég veit ekki hvort skrifast á gæðastjórnun RIFF eða það að ég hafi hreinlega grísað á allar réttu myndirnar. Skipuleggjendur mega þó vera stoltir af vinnu sinni og það er mín tilfinning að hátíðin í ár hafi markað kaflaskil í sögu RIFF. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en huglægt stemningarmat mitt, en mér er farið að sýnast andrúmsloftið og spenningurinn líkjast Airwaves meir og meir.

Ég vona samt að á næsta ári verði hádegissýningum bætt við. 14:00-sýningarnar sem ég fór á voru vel sóttar og ég er handviss um að 12:00-sýningar væru það líka. Þá gæti maður séð enn fleiri myndir. Lúxusvandamál? Þaðheldégnú!

Takk fyrir mig RIFF!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: