Hægfara hrotti

Killing Them Softly

Killing Them Softly *** (3 stjörnur)
Leikstjórn: Andrew Dominik
Leikarar: Brad Pitt, James Gandolfini, Ray Liotta, Richard Jenkins, Scoot McNairy, Ben Mendelsohn, Sam Shepard

Þrír smákrimmar í suðurríkjum Bandaríkjanna ákveða að ræna ólöglegt spilavíti og klína sökinni á saklausan mann. Gjörningurinn skapar mikla ólgu innan bófasamfélagsins og leigumorðinginn Jackie Cogan (Brad Pitt) er kallaður til.

Atburðir myndarinnar eiga sér stað í miðri kosningabaráttu Barack Obama og John McCain, og úr hverju horni heyrist fjas fram-bjóðendanna um efnahagsástandið, annað hvort í útvarpi eða sjónvarpi. Þarna vill leikstjórinn eflaust benda áhorfandanum á líkindi hins raunverulega bandaríska hagkerfis og hagkerfis glæpamanna, en allir vilja fá sitt og svífast einskis til að fá það. Til að byrja með er þetta sniðugt en fer á endanum að trufla gang sögunnar.

Killing Them Softly er þó óhrædd við að gleyma sér í augnablikinu og reglulega fær sögufléttan hvíld á meðan dvalið er við undarlegt samtal eða smáatriði. Lengst gengur leikstjórinn í atriði þar sem persóna James Gandolfini, andstyggileg fyllibytta og hórkarl, fer á langdregið en áhugavert trúnó með Jackie.

Líklega eru það þessi smáatriði, ásamt glæsilegu stórskotaliði leikara, sem hífa myndina upp fyrir meðalmennskuna, en sem glæpamynd er Killing Me Softly ekki ýkja merkileg. Ofbeldisatriðin eru yfirgengileg og alls ekki fyrir viðkvæma, en nokkuð vel útfærð og líklega það eftir-minnilegasta við myndina.

Niðurstaða: Skrýtinn, hægfara og hrottalegur krimmi, en skilur lítið eftir sig.

Birt í Fréttablaðinu 6.12.2012

Killing Them Softly

Auglýsingar

2 svör to “Hægfara hrotti”

  1. Við frúin kíktum á þessa í Smárabíó í gær og vorum bæði mjög sátt með hana. Samtölin eru skemmtilega skrifuð og fílingurinn í myndinni er góður, þó hún sé hægfara eins og þú nefnir. Mér datt í hug einhverskonar sambland af Guy Ritchie og Brian Michael Bendis þegar ég var að fylgjast með dialognum milli persónana. Nú er ég afar forvitinn að lesa bókina sem þessi mynd er gerð eftir (http://www.goodreads.com/book/show/15211641-cogans-trade).

    Að minnsta kosti kom hún mér hressilega á óvart, enda horfi ég helst ekki á trailera og vil vita sem minnst um myndir sem ég fer á í bíó.

    Og talandi um trailera, ég býst ekki við að þurfa að horfa á Life of Pi. Trailerinn sem var sýndur á undan Killing them softly er ca 2-3 mínútur en hann nær að covera allan söguþráðinn í myndinni frá A-Ö.

  2. Óskar P. Einarsson Says:

    Enn eitt dautt bloggið?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: